Rebekka Hlín er með meistaragráðu í jarðfræði og er sérhæfð örsteingervingum og fornloftslagsfræðum. Á Jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun fræðir hún gesti og gangandi um nýtingu jarðhitans. Erlent ferðafólk er þar í meirihluta og veit það oft minna en ekkert um málið og nýtur Rebekka sín í hlutverki fræðarans þótt ekki hafi það verið kennt í jarðfræðinni. Í frítíma sínum er Rebekka viðloðandi kabarett- og sirkussenuna og dansar og jögglar af miklum móð. Hún stundar líka nám í bragfræði og semur ljóð undir hefðbundnum íslenskum braghætti.