Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Hvernig OR leitast við að uppfylla þau

Markmið 3 | Heilsa og vellíðan

Markmið 4 | Menntun fyrir alla

  • 4.1

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 4.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega 125 menntun. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

    • 4.1.1
      Hlutfall barna og ungmenna a) í 2. og 3. bekk, b) við lok grunnskóla, c) við lok framhaldsskóla sem náð hefur a.m.k. lágmarksfærni í i. lestri og ii. stærðfræði, eftir kyni.
  • 4.4

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 4.4, sem er: Eigi síðar en árið 2030 hafi ungmennum og fullorðnum með hagnýta kunnáttu fjölgað umtalsvert, þar á meðal á sviði tækni- og starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og stundað frumkvöðlastarfsemi. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

Markmið 5 | Jafnrétti kynjanna

Markmið 6 | Hreint vatn og salernisaðstaða

  • 6.1

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 standi öllum til boða heilnæmt drykkjarvatn á viðráðanlegu verði hvar sem er í heiminum. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 6.3

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.3, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði vatnsgæði aukin með því að draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun og lágmarka losun hættulegra efna og efnablandna. Hlutfall óunnins skólps og frárennslisvatns verði minnkað um helming og endurvinnsla og örugg endurnýting aukin til muna um heim allan. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 6.a

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 6.a, sem er: Eigi síðar en árið 2030 nái alþjóðleg samvinna og stuðningur að efla starfsemi og áætlanir þróunarlanda sem tengjast vatni og hreinlætisaðgerðum, þ.m.t. vatnsöflun, afsöltun, vatnsnýtingu, hreinsun skólps og frárennslisvatns, endurvinnslu og tækni til endurnýtingar.

Markmið 7 | Sjálfbær orka

Markmið 8 | Góð atvinna og hagvöxtur

  • 8.4

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 8.4, sem er: Fram til ársins 2030 verði nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt jafnt og þétt og leitast við að draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna í samræmi við tíu ára rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, með hátekjuríkin í fararbroddi. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 8.5

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 8.5, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði full vinna og mannsæmandi störf í boði fyrir allar konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun greidd fyrir jafnverðmæt störf. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

Markmið 9 | Nýsköpun og uppbygging

Markmið 10 | Aukinn jöfnuður

  • 10.1

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 10.1, sem er: Eigi síðar en árið 2030 hafi varanleg tekjuaukning náð fram að ganga í áföngum fyrir 40% þess mannfjölda sem tekjulægstur er og verði hlutfallslega hærri en meðallaunahækkanir á landsvísu.

  • 10.2

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 10.2, sem er: Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu. Þetta er á meðal forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands.

  • 10.5

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 10.5, sem er: Reglusetning og eftirlit með alþjóðlegum fjármálamörkuðum og -stofnunum verði bætt og því regluverki beitt í auknum mæli.

Markmið 11 | Sjálfbærar borgir og samfélög

Markmið 12 | Ábyrg neysla

Markmið 13 | Aðgerðir í loftslagsmálum

Markmið 14 | Líf í vatni

Markmið 15 | Líf á landi

Markmið 17 | Alþjóðleg samvinna

  • 17.6

    OR leitast við að uppfylla undirmarkmið 17.6, sem er: Eflt verði samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða ásamt þríhliða svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi um vísindi, tækni og nýsköpun og aðgengi að þessum sviðum auðveldað. Enn fremur verði þekkingu miðlað í meira mæli á jafnræðisgrundvelli, meðal annars með því að samræma betur fyrirliggjandi kerfi, einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra skipulagseininga sem er ætlað að stuðla að tækniþróun.