Unnur Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur sem hefur unnið að öryggis- og heilsumálum hjá OR samstæðunni í sex ár. Segja má að öryggisvitundin sé henni í blóð borin því Þórður afi hennar var Öryggismálastjóri ríkisins. Hún sinnir fjöldamörgum ólíkum verkefnum í starfi sínu sem allt miðar að því að bæta heilsu og öryggi samstarfsmanna sinna enda fátt mikilvægara. Unnur dundar við ýmislegt utan vinnu; hún ferðast til framandi landa, ræktar garðinn sinn, synina fjóra og fjölskyldur þeirra auk þess að vera ástríðufullur skósafnari. Hún er þó mikið í sömu skónum.