Ársskýrsla
OR
2018
Bjarni Bjarnason
Ávarp forstjóra

Ásýnd þeirrar þjónustu sem Orkuveita Reykjavíkur er ábyrg fyrir hefur breyst mikið á síðustu árum. Frá því um aldamót, þegar veiturnar voru sameinaðar, var það Orkuveitan sem reisti virkjanir, lagði ljósleiðara til heimila og sá um almenna veituþjónustu fyrir verulegan hluta íslensku þjóðarinnar. Síðastliðin fimm ár eru það hins vegar Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur, sem hafa verið í framlínu samskipta við viðskiptavini og haslað sér völl í hugum almennings og tekist það vel.

Brynhildur Davíðsdóttir
Ávarp stjórnarformanns

Það vantaði ekki viðfangsefnin í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur árið 2018 fremur en endranær. Stjórn fyrirtækisins hélt áfram að styrkja grunnstoðir stefnu þess og breyting var gerð á stjórnháttum samstæðunnar. Sátt var um hvort tveggja innan stjórnarinnar og meðal eigenda, sem er mikilvægt fyrir allt það fólk sem nýtur þeirrar mikilvægu þjónustu sem fyrirtækinu er treyst fyrir.

Vinnsla og dreifing